Gærkveldið
Nåh, ég hitti Eika niðri í bæ og við settumst niður á kaffihúsi og fengum okkur lítinn øl. Svo var stefnan haldið á Reef ´n Beef, sem er ástralskur veitingastaður. Þar fengum við okkur Kengúrú og Emú (strútsfugl) sem var geðveikt gott. Emúinn var soldið erfiður að lýsa, kannski svona blanda af kjúkling og lambakjöti og Kengúran var svona nautakjöt vs. hreindýrakjöt. Rosalega gott. Og þjónustan var frábær.
Svo var hoppað upp í taxann og brunað í leikhús að sjá Full Monty, að sjálfsögðu:) Eða Det´Bare Mænd eins og það er kallað á dönsku, svona skemmtilegur orðaleikur. Leikhúsið er í gamalli Tuborg verksmiðju og er það notað í sýningunni þannig að nú er búið að loka Bryggeriet og nánast allir karlar atvinnulausir í bænum.
Leikarahópurinn er ekki af verri endanum. Til að gefa dæmi, er aðalgaurinn leikinn af Peter Mygind, sem er betur þekktur sem Nikolaj í Nikolaj & Julie. 2 aðrir leikarar úr þeim þætti (besta vinkona Julie og þroskahefti bróðurinn), einn úr Rejseholdet (Gordon Kennedy), svo 2 úr myndinni En Kort En Lang (Klaus Bomdam og Pernille Højmark), og svo útlendingurinn úr Taxa og Tuborg auglýsingunum o.s.fr.
Þetta var mun skemmtilegri og líflegri sýning en þessi sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Ekki eins stíf sýning og talmál ekki eins fínpússað til að vera örugg um að móðga ekki neinn. Sem sagt þorðu og að klæmast og bölva, enda danir ekki vanir öðru.
Lokaatriðið toppaði öll lokaatriði sem ég hef séð í öllum Full Monty uppfærslum, að því leiti að jú eins og í öllum hinum fóru þeir úr öllu en ekkert svona sekúndubrot og skær ljós. Neihei. G-strengurinn var bara vippaður af og svo "dönsuðu" þeir í 10 sekúndur með miklum mjaðmahnykkjum og vinurinn og allt tilheyrandi slóst til og frá og upp á maga og læti. Alla vega nógur tími til að skoða og átta sig á hlutunum;) Þetta var bara fyndið og kom okkur Eika alveg í opna skjöldu. En þeir gerðu sömu mistökin og þeir í Þjóðleikhúsinu, að syngja þetta leiðinlega lag í strippinu, en gerðu það þó mun betur og líflegra. Dansinn var svona lala með einstökum samhæfingum. En come on, stemningin hefði getað verið miklu betri með Hot Stuff eða I´m to Sexy. Fín sýning. Við skemmtum okkur vel. Takk fyrir mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli