Badu Badu Badu....ism.....
....where to start?
Tónleikarnir voru ekki bara góðir heldur hrein upplifun.
Vissi eiginlega ekki við hverju ég ætti að búast. Bjóst við hygge tónleikum. Eftir fyrstu 2 lögin virtist það vera á þeirri leið en ó nei. Þetta var hreint út sagt geðveikt. Erykah Badu er frábær performer. Hún dansaði, rappaði, þeytti skífum... boxaði, lék og söng þvílíkt vel... og ekkert stutt því tónleikarnir voru 2 og hálfur tími... (t.d. heilum klukkutíma lengur en Travis).
Hún er svo visual á sviðinu og leikur einhvern veginn með textanum, hendurnar á henni voru aldrei bara niður með síðum..... he became the sun and I became the moon....
Hún kom fyrst fram í kápu, svona kápu sem maður gæti ímyndað sér að væri týpískt hún... svona undir áhrifum frá Afríku. Eftir nokkur lög fór hún svo úr henni og var þá í kjól (soldið baggy) í svipuðum stíl... og ég hugsaði.. svona týpískt Erykah Badu... en nei svo þegar fór að líða á seinni hluta þá tók hún vatnsglas og hellti yfir sig.. reif sig úr kjólnum ... og stóð á gallabuxum og svörtum svona kjól/bolur sem var alveg opinn í bakinu og hálsmálið náði niður á nafla....svaka skutla.. og dansaði þvílíkt eggjandi dans með tilheyrandi rassaköstum ... eins og klippt út úr myndbandi með Beyoncé. Þegar hún kom inn eftir að það var klappað upp var hún í grænu outfitti sem var svona hálf vafið um hana og með klauf langt upp á mjöðm og þegar hún dansaði um á sviðinu... við skulum alla vega segja að það fór ekki á milli mála í hvers konar nærbuxum hún var í. Svo er hún líka komin með þetta þvílíka afró, nær vel út fyrir axlir á henni.
Badu þeytti líka skífum ... og á alla kanta, líka með nefinu! Svo seinna á tónleikunum challenge-aði DJ-inn í hljómsveitinni í svona DJ Battle... sem var mjög flott by the way og voru þau aðallega að spila svona old school HipHop. Engann veginn hægt að segja hvor var betri en Badu átti náttúrulega salinn:)
Á miðjum tónleikum kom lítill strákur inn á sviðið og pikkaði í hana. Hann hefur verið ca. 5 ára. Held að þetta hafi verið sonur hennar því okkur fannst hún hafa kallað hann “my junior” en hann hét alla vega Seven. Hún greinilega bjóst ekki við honum en hann vildi dansa fyrir okkur... sem og hann gerði. Algjört krútt. Dansaði svona HipHop/Breik bland .....var algjör töffari... en samt voða feiminn og þorði ekki að segja neitt í mikrofóninn. Svo í lokalaginu kom hann aftur og var bara að dansa á sviðinu... þvílíkt fyndinn.
En til að toppa þetta allt voru lögin og söngurinn. Shit hvað hún er góð! Nýi diskurinn hennar er líka snilld. Lögin Danger og I Whant You eru í uppáhaldi hjá mér ....æ samt erfitt að segja, allur diskurinn er góður. Mér þótti gaman að því hvernig lögin voru í ólíkum útgáfum en á geisladisknum og hvernig hún og hljómsveitin léku sér ... að hvort öðru og salnum. Salurin var svo oft meðvirkur í laginu.. og það var svo oft að manni fannst hún vera að segja manni sögu ...og með svona dramatískum leikburðum og hikum og áherslum í lögunum...Topp 3 af bestu tónleikum... ef ekki topp...
Eins og Tati sagði: “Ég vorkenni þeim sem sáu ekki þessa tónleika!”.....whish you were there......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli