þriðjudagur, október 21, 2003

Úff hvað maður er þreyttur eftir svona flutninga. Við vorum langt fram eftir miðnætti að taka upp úr kössum og nóg eftir.

Gaman þó í skólanum í dag. Gerðum aðgerð á kú þar sem við skárum 30 cm langan skurð lóðrétt á magann, sitt hvoru megin og það magnaðasta var að hún var vakandi og stóð á meðan. Fékk svona eins konar mænudeyfingu og einnig staðdeyfingu. Held að það hafi farið tæpir 200 ml af staðdeyfingu per kú. Sem er nú ekkert lítið. Svo skárum við inn í magann og vorum með hendurnar inn í og þukla eftir mismunandi líffærum. Og þarna stóðu þær og gláptu út í loftið á meðan, með innyflin hálf út.... nei segi svona.. eða ekki.....

Tengdó að koma í heimsókn um helgina og verða í 10 daga. Þau voru á leið í Karabískahafið með vinnufélögum, en það var hætt við ferðina. Þannig þá var stefnan tekin á Danmörk... nánast það sama:) En þau sjá þá alla vega litla strákinn sinn....

Engin ummæli: