mánudagur, nóvember 24, 2003

Andlaus

...er orðið yfir mig þessa dagana.
Er að rembast við lærdóminn. Hausinn að komast í lag eftir barninginn í síðustu viku.
Helgin var fín. Fórum í mat til Tati og Agga og fengum GEÐVEIKAN mat, Tati sýndi snilli sýna... mmmmm. Spiluðum svo Risk og við stelpurnar leyfðum strákunum að vinna. Æ þið vitið hvernig þetta er, annars hefði kvöldið verið ónýtt hjá þeim greyunum.
Bakteríufræði fram á borðum hjá mér. Þetta er bara nokkuð skemmtilegt fag. Er í verklegri bakteríufræði á morgnanna, rækta og greina milli baktería. Var einmitt að lesa um Rhodococcus equi.

Nú er aðeins mánuður til jóla og mánuður mínus 1 dagur þar til við komum til Íslands. Verst að það verður ekki rjúpa í matinn... sem er annars sterk hefð í minni fjölskyldu. Held að mamma hafi ekki upplifað jól án rjúpu og mjög langt síðan afi sem er 90 ára hefur upplifað jól án rjúpu eða jafnvel aldrei... veit ekki. En ég hef alla vega alltaf fengið rjúpu. Hugmyndin er að hafa gæs, alla vega villibráð.

Love.....

Engin ummæli: