föstudagur, desember 19, 2003

one down 2 to go

Jæja þá er maður búinn í fyrsta prófinu. Fór ekki alveg eins og ég ætlaði mér... en svona er þetta, sumir dagar eru betri en aðrir. Ég þori að veðja að ég toppi alla með að eiga leiðinlegasta próftíma skipulagið. Mitt síðasta er nefnilega 30. jan, hitt 9. jan. Milli þeirra er svona 3 vikna kúrsus. Þannig stuðstuðstuð í janúar.
Annars er svona dekur dagur í dag hjá mér. Klipping og fatarkaup framundan. Svo erum við Eiki að fara út í kvöld, nema kallinn búinn að skipuleggja kvöldið og ég má ekki vita neitt.... verður spennandi. Hils....

Engin ummæli: