mánudagur, nóvember 10, 2003

Helgin...

..var ekkert smá nice.
Eftir næturvaktina á föstudaginn var ég svo asnalega hress og fyrsta sem ég gerði var að ryksuga og þurrka af á Solbakken og svo komu Elín og Hrafnhildur í heimsókn. Um kvöldið vorum við Eiki í rólegheitum heima og horfðum á Stjerne for en Aften. Auðvitað var keyptur J-øl aka Jólabjór og smakkað á honum undir söng vonglaðra bauna. Enda J-dagur.

Á laugardeginum komu Freysi, Erla Súsanna, Heiða, Tati, Aggi og Gissi í vöfflur og svo fórum við á Carlsberg-safnið. Verður að segjast að það var ekki mikið skoðað, þar til við komum á endastöðina, s.s. barinn. Ókeypis bjós sko.
Svo voru allir í mat. Þar bættust Elín, Örn Ingi og Hrafnhildur við í hópinn. Svo var huggað. Við fórum í billiard og fótboltaspil á 11. hæð og svo kíkt á Idealbar. Fólk mishresst. Kvöldið slúttað svo á kebabstað á Istedgade...mmm...

Heiða, Freysi og Erla sváfu á gólfinu og þegar fólkið vaknaði, skellti það sér að sjá Man. United vs. Liverpool ásamt Eika. Ég var eftir þar sem Ella, Anne og Harpa, skólasystur mínar voru að koma í kaffi og var vöfflujárnið dregið fram aftur.

Svaf út í morgun... sem var gott...

Engin ummæli: