Novo Nordisk
Jæja klukkan orðin rúmlega miðnætti og ”aðeins” 11 tímar eftir af vaktinni og 9 tímar búnir. Harpa sem er að vinna með mér er að leggja sig. Við náum ca. 3 og hálfum tíma svefn hvor þessa nóttina, lúxus bara.
Þetta er samt svo mikið snilldarfyrirtæki sem ég er að vinna hjá. Við tökum til dæmis yfirleitt taxa á kostnað fyrirtækisins úr skólanum okkar og beint í vinnuna, ca. 40 min. keyrsla. Og svo taxa til baka inn í Köben.
Svo um daginn var svona árshátíð um daginn, og hvorki meira né minna en Parken var leigður undir liðið. Parken er sem sagt stærsti íþróttavöllurinn hérna í DK. Þar sem landsleikir í fótbolta er t.d. haldnir og stórir tónleikar og Eurovision 2001. En alla vega, þá var grasið, hulið með plötum og 6500 manns á ansi mörgum langborðum. Þriggja rétta máltíð, gos, vín, bjór og kaffi… og ATH. ALLT FRÍTT. Svo eftir matinn var ball, þar sem komu fram svona ”Stuðmenn” Danaveldis, og svo keyrsla heim..og ennþá allt frítt! Hver starfsmaður fékk svo miða gefins á fótboltaleik með FCKøbenhavn.
Og geri aðrir betur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli