mánudagur, október 20, 2003

Reyni aftur

Kviðslit...
...jæja fyrsti skóladagur eftir viku haustfrí. Action í­ gangi. Vorum að gera aðgerð á grí­sum, kviðslitsaðgerðir. Gleymdi spraututækni í fríinu þar sem það var mitt hlutverk í hópnum að gefa grísnum okkar kæruleysissprautu og Jannie vinkona mín ætlaði að halda. En í bardaganum við að halda honum og stressinu á mér náði ég að sprauta öllu lyfinu yfir hendurnar á mér og á gólfið en ekki í grísinn... svo í­ annarri tilraun datt Jannie á mig og ég greip hana en sprautaði þá öllu aftur upp í­ loft. Eldrauð í framan fór ég og setti í­ sprautunaí­ þriðja sinn. Og þá gekk það ... eða ekki... hann ætlaði aldrei að deyfast niður. Svo loksins var hann kominn á borðið svæfingavél og sofnaður. Eftir skrúbb í­ 10 mí­n og undirbúning tók ég hníf í­ hönd og skar fallegan hálfmána skurð fyrir ofan kviðslitið... en nei haldið þið ekki að grísinn hafi bara sofnað hinum langa svefni og hætti að anda og læti.... Lífgunartilraunir hófust og eftir ca. hálfa til eina mínútu var hann kominn til baka... og adrenalí­nflæðið hjá mér og samnemenda minna í hámarki! Skjálfandi hélt ég áfram en allt gekk vel eftir þetta.
Er að fara á morgun að gera aðgerð á maga á kú, það ætti að vera spennandi.

Engin ummæli: