Tranehave slut
Jæja þá er maður búin að mála hátt og látt og skrúbba inn í öll horn í Tranehavegård 37, st.mf. Svo skilum við af okkur í fyrramálið. Tengdó voru sem sagt þrælkuð út þess fyrstu 2 daga þeirra í Køben. Í gær fórum við nefnilega í IKEA og keyptum og keyptum.
Freysi, Erla Súsanna og Gissi komu í mat til okkar á föstudaginn. Það var nefnilega svona lokahóf í fótboltanum hjá íslenska leikfélaginu og þau komu í mat fyrir það. Svo skelltu þau sér öll á djammið en ég ákvað að vera heima. Keðjugeispaði nefnilega í sófanum allt kvöldið. Veit ekki hvort það hafi verið þreyta eftir vikuna eða ég hafi verið að sofna af táfýlu af Gissa
Freysi og Erla eru svo að flytja til Íslands aftur í lok nóvember. Ætla sem sagt að svíkja um lit. Það verður að segjast að maður á nú eftir að sakna þeirra, snúllanna. Það er alltaf svo leiðinlegt að horfa eftir fólki heim.
Jæja ég ætla að njóta afslöppunnar og búa mig undir að horfa á Nikolaj og Julie, er nefnilega svo spennandi í kvöld (hehe Lilja)!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli