fimmtudagur, júní 30, 2005

Roskilde

Nú eru allir að flykkjast á Roskilde festivalið. Man á sama tíma í fyrra hringdi ég í Sölva vin minn sem var kominn á svæðið og heyrði ekki í honum fyrir þrumum og úrhellis rigningu. En við létum það ekki á okkur fá og skelltum okkur í lestina. En shit hvað það var gaman og VÁ hvað það var mikið af góðum böndum.
Þegar við Eiki komust að því að ég væri ólétt og fórum að reikna út hvenær við ættum von á krílinu fór ég á bömmer yfir því að missa af Roskilde festival ´05 en núna eftir að hafa séð prógrammið þá held ég hreinlega að ég hefði ekki týmt því að borga mér inn á Roskilde í ár. Finnst hljómsveitarlistinn lítt spennandi, höfðar alla vega ekki til mín...
... hugsa að við kíkjum í dýragarðinn í dag

Engin ummæli: