sunnudagur, júní 12, 2005

Sól og sumar

Við Eiki erum ekki alveg að átta okkur á því að það sé komið sumar, erum meira í vorfíling.
Annars er það að frétta að ég var að skríða upp úr bólinu, núna klukkan hálf tólf, sem bara gerist ekki. Vigdís Tryggvadóttir sefur ekki lengur en til hálf ellefu... sama hversu seint að sofa hún fer. En í morgun sló ég met. Það hefur kannski eitthvað að segja að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða 3 í nótt og er komin rúma 8 mánuði á leið. Eiki sefur reyndar enn en hann getur sofið heilu sólarhringana ef út í það er farið.
Ja hérna þetta var nú meiri fréttin... hef ég virkilega ekkert meira að segja...
Nei hugsa bara ekki. Við erum bara að dúlla okkur þessa dagana. Kaupa inn það sem vantar áður en að erfinginn kemur og hitta vini og kunningja. Og jú svo erum við búin að fara soldið og fá okkur Parad-is... mmmm... var ég búin að segja ykkur að það væri besti ís í heimi?

Engin ummæli: