sunnudagur, júní 19, 2005

Sunnudagsleti

Við Eiki skelltum okkur á 17. júní hátíðina í gær á Amager Strand. Vá hvað það var gott veður og nice. Heiða kom líka og lágum við eins og skötur á teppi að sóla okkur á meðan kallinn var að stússast í sölubásnum hjá íþróttafélaginu og skoppast í blaki.
Hittum fullt fullt af fallegu og frábæru fólki og var mikið spjallað og mikið étið að íslensku nammi og drukkið af malti.
Kallinn fór svo að skipuleggja eitthvað blakmót sem drógst heldur lengi og vorum við ekki farin af svæðinu fyrr en um 7 um kvöldið. Úff hvað mín var orðin þreytt.
Eftir stopp á Chili´s þar sem við tróðum í okkur bestu borgurum bæjarins fórum við heim þreytt, sólbrunnin og sæl eftir frábæran dag.
Í dag ætlum við ekki að gera neitt.

Engin ummæli: