þriðjudagur, júní 28, 2005

Ekkert nýtt svo sem

Við erum bara að dúlla okkur í fríi.
Reyndar sef ég ekki heila nótt þessa dagana, bæði vegna tíðra klósettferða og einnig vegna kláða. Er nefnilega með meðgöngutengdan kláða sem þýðir að mér klæjar alls staðar. Aðallega á bumbunni og höndum og fótum og... æi bara alls staðar. Þannig maður er hálf þreyttur og pirraður yfir þessu og eina lækningin virðist vera að eiga... þannig það er eins fallegt að ég fari ekki mikið fram yfir, geðheilsunnar vegna.
Ekkert plan fyrir daginn nema að fara í mat í kvöld til Magnúsar Baldurs, skólafélaga hans Eika, og frú. Ætli við förum ekki aðeins niður í bæ áður og fáum okkur ís

Engin ummæli: