föstudagur, júní 17, 2005

Hæ hó jibbí jei

Jú gleðilega Þjóðhátíð öll sömul. Var að furða mig á því að enginn væri inn á msn og spurði sjálfa mig hvort það þyrfti enginn að mæta í vinnu! En þið eruð víst löglega afsökuð. Maður er ekki alveg að fatta þetta svona hérna í útlöndunum. Við í Køben erum þó það heppin að fá 17. júní veðrið þar sem það rignir og rignir, skilst það sé fínt veður í Reykjavíkinni... puhh.
Stefnan er tekin á flatkökur með hangikjöti, kleinur og annað íslenskt góðgæti á Café Jónasi seinni partinn í dag en svo verður aðal þjóðhátíðin hjá okkur á morgun með húllum hæ á FemØren á Amager Strand. Lítur út fyrir 25 stiga hita og sól. Vonum að það standist og verði ekki eins og í fyrra, rigning og þrumuveður fyrri partinn og eina fólkið sem mætti var fólkið í sölutjöldunum.
Vorum að fá myndavélina í hús og verður hún tekin í notkun strax á morgun. Set inn eina bumbumynd við fyrsta tækifæri. Er enn að gráta það að hafa glatað myndunum af mér með slöngum og tarantulu í fanginu. En þið verðið bara að trúa mér:)

Engin ummæli: