miðvikudagur, júní 22, 2005

Hreiðurgerð

Er ekki frá því að það sé komin smá hreiðurgerð í mína enda búin að skrúbba baðherbergið hátt og lágt, allar flísar og á fjórum fótum að skrúbba gólfið. Svo er mín líka búin að þrífa ísskápinn og frystinn. Er í pásu núna og er að spá í að skella mér í eldhúsinnréttinguna, þarf að taka hurðarnar í gegn í henni....

Engin ummæli: