sunnudagur, júlí 31, 2005

Bannað börnum

Það er sko ACTION á Solbakken!

Pabbi var eitthvað að horfa út um gluggann á mannlífið fyrir utan Solbakken m.a. á einn mann sem var að slá með slátturorfi við runnana. Tekur hann þá eftir ungri konu, frekar gálulega klæddri koma og tala við hann. Pabba fannst hún vera frekar daðursleg og næsta sem hann sér er að hún tekur í hendurnar á honum og dregur hann bókstaflega bak við trén. Pabbi fór nú að hafa orð á þessu við okkur og var hann nokkuð viss um að hún hafi verið að draga hann á tálar en við héldum bara að hún hafi verið að benda honum á blett eða eitthvað sem mætti slá betur þar sem hann var kominn aftur skömmu seinna og hélt áfram að slá.
Nema hvað að Eiki er eitthvað að fylgjast með þessu og sér nákvæmlega það sama aftur! Hún kemur og talar eitthvað aðeins við hann og dregur hann svo bak við trén. Eika fannst líka eitthvað bogið við þetta og fara þeir pabbi að fylgjast eitthvað betur með þessu.
Gæinn kemur aftur 5 mín seinna og byrjar aftur að slá. Þá sjá pabbi og Eiki hana koma í þriðja skiptið og draga hann bak við trén með mjög daðurslegum hætti. Vorum við farin að finnast þetta frekar grunsamleg hegðun og fórum að spá í hvort hann væri svo illtilkippilegur eða hvað. Nema 5 mín seinna sjá þeir gæjann á milli trjánna að girða upp um sig!!! Og svo komu þau ekkert meir fram.
Þetta var hin undarlegasta hegðun. Við fórum svo út skömmu seinna og hittum á kunningja hérna fyrir utan og fórum eitthvað að hafa orð á þessu við þau. Haldiði ekki að þau hafi tekið eftir þessu líka og ekki nóg með það þá sáu þau kvikmyndatökulið líka! Jú hvað haldiði það var verið að taka upp klámmynd! Jújú bara PORN á Solbakken!!!
Þannig ef þið rekist á myndina "Gartneren" eða eitthvað álíka þá eru pabbi og Eiki gæjarnir á svölunum

Engin ummæli: