laugardagur, ágúst 06, 2005

Orðin þrjú + kisa

Jæja þá erum við orðin bara orðin þrjú eftir í kotinu þar sem mamma, pabbi og Arna fóru í dag aftur til Íslands. Verð að segja að það var bara vel erfitt að kveðja þau þar sem við vorum búin að hafa það svo notalegt síðustu vikur.

Svo vorum við að kveðja Tati og Agga líka, þar sem þau eru að flytja aftur til Íslands. Verður skrýtið þar sem við erum búin að vera mikið með þeim síðustu 2 ár og eigum við líka eftir að sakna þeirra mikið.
Og svo eru Lilja og Eyjó líka að fara heim eftir að við fengum þau í heimsókn til Köben í sumar.
Bara allir að fara!
En Dóri er nú reyndar að koma og verður í vetur.

En annars ekkert að frétta.
Engar fleirri porn-upptökur eða barnseignir.
Bara gúrkutíð.

Engin ummæli: