miðvikudagur, júlí 06, 2005

T minus one

Jæja The dagurinn rennur upp á morgun. Óhætt að segja að við hjónin séu orðin óþreyjufull á að bíða og líka bara forvitin að sjá þennan nýja einstakling. En það gæti dregist í allt að 2 vikur í viðbót... ÚFF
Fórum í 3 tíma göngutúr í dag til að reyna að hrista þetta barn út. Skelltum okkur í Søndermarken og svo í dýragarðinn. Verð að viðurkenna að ég var orðin dauð þegar við komum heim enda rotaðist í rúminu í klukkutíma. Svo verða öll trix tekin á næstu dögum :)

Engin ummæli: