laugardagur, júlí 23, 2005

HALLÓ HEIMUR

Prinsessan

Fyrst langar mig bara til að þakka fyrir allar kveðjurnar, þið eruð dúllur

Jæja þá loksins kom hún og auðvitað var þetta stelpa! Þetta gekk rosa vel þegar það gekk. Var mjög lengi að byrja að fá útvíkkun en svo þegar hún var komin var hún fædd hálftíma seinna. Ljósmóðirin þurfti að hafa sig alla við til að undirbúa sig áður en hún tók á móti. En þetta voru 23 tímar í heildina
Annars gengur vel. Hún er reyndar búin að vera með eitthvað í maganum en gæti verið verra og svo tók hún við brjósti alveg um leið og svo kom mjólkin núna í nótt þannig maður er búinn að sofa sæll og glaður í mest allan dag
Við eigum voðalega bágt með að sjá hverjum hún líkist og svona, erum þó mest á því að efri hlutinn sé frá Eika og neðri frá mér en það kemur bara í ljós :)
Svo erum við ekki enn komin með nafn. Þetta er allt að koma og vonandi kemur það í ljós á næstu dögum
Við störtuðum barnalandssíðu fyrir ykkur sem heima sitja :) og er hún undir Krónprinsessa Eiríksdóttir
Jæja biðjum að heilsa frá Solbakken og hafið það sem allra best

Engin ummæli: