sunnudagur, júlí 10, 2005

Plús þrír

Það var næstum því óbærilega heitt í gær enda sátum við bara dofin í garðinum. Það var yfir 30 stiga hiti og raki með og þetta verður víst svona eitthvað áfram og nær hámarki á þriðjudaginn. Náðum þó að fara og kaupa smá sumarklæðnað á okkur hjónin. Friðsemd og Jón komu svo seinni partinn og sátu dofin með okkur. Fórum svo inn um kvöldið og spiluðum Pictionary þar sem við Friðsemd RÚSTUÐUM strákunum!
Eigum svo von á Lilju, Eyjó og Magdalenu á eftir og spurning hvað við finnum upp á að gera.
Mamma kemur svo með kvöldfluginu í kvöld og nær því að sjá litlu stelpuna sína kasólétta eins og henni var búið að dreyma um... sagðist vera búin að gera samkomulag við krílið að það myndi bíða eftir ömmu sinni og því reikna ég með að það komi bara á morgun... eða það hlýtur að vera?
Don´t count on it!

Engin ummæli: