Roskilde
Nú eru allir að flykkjast á Roskilde festivalið. Man á sama tíma í fyrra hringdi ég í Sölva vin minn sem var kominn á svæðið og heyrði ekki í honum fyrir þrumum og úrhellis rigningu. En við létum það ekki á okkur fá og skelltum okkur í lestina. En shit hvað það var gaman og VÁ hvað það var mikið af góðum böndum.
Þegar við Eiki komust að því að ég væri ólétt og fórum að reikna út hvenær við ættum von á krílinu fór ég á bömmer yfir því að missa af Roskilde festival ´05 en núna eftir að hafa séð prógrammið þá held ég hreinlega að ég hefði ekki týmt því að borga mér inn á Roskilde í ár. Finnst hljómsveitarlistinn lítt spennandi, höfðar alla vega ekki til mín...
... hugsa að við kíkjum í dýragarðinn í dag
fimmtudagur, júní 30, 2005
þriðjudagur, júní 28, 2005
Ekkert nýtt svo sem
Við erum bara að dúlla okkur í fríi.
Reyndar sef ég ekki heila nótt þessa dagana, bæði vegna tíðra klósettferða og einnig vegna kláða. Er nefnilega með meðgöngutengdan kláða sem þýðir að mér klæjar alls staðar. Aðallega á bumbunni og höndum og fótum og... æi bara alls staðar. Þannig maður er hálf þreyttur og pirraður yfir þessu og eina lækningin virðist vera að eiga... þannig það er eins fallegt að ég fari ekki mikið fram yfir, geðheilsunnar vegna.
Ekkert plan fyrir daginn nema að fara í mat í kvöld til Magnúsar Baldurs, skólafélaga hans Eika, og frú. Ætli við förum ekki aðeins niður í bæ áður og fáum okkur ís
Við erum bara að dúlla okkur í fríi.
Reyndar sef ég ekki heila nótt þessa dagana, bæði vegna tíðra klósettferða og einnig vegna kláða. Er nefnilega með meðgöngutengdan kláða sem þýðir að mér klæjar alls staðar. Aðallega á bumbunni og höndum og fótum og... æi bara alls staðar. Þannig maður er hálf þreyttur og pirraður yfir þessu og eina lækningin virðist vera að eiga... þannig það er eins fallegt að ég fari ekki mikið fram yfir, geðheilsunnar vegna.
Ekkert plan fyrir daginn nema að fara í mat í kvöld til Magnúsar Baldurs, skólafélaga hans Eika, og frú. Ætli við förum ekki aðeins niður í bæ áður og fáum okkur ís
laugardagur, júní 25, 2005
föstudagur, júní 24, 2005
miðvikudagur, júní 22, 2005
Hreiðurgerð
Er ekki frá því að það sé komin smá hreiðurgerð í mína enda búin að skrúbba baðherbergið hátt og lágt, allar flísar og á fjórum fótum að skrúbba gólfið. Svo er mín líka búin að þrífa ísskápinn og frystinn. Er í pásu núna og er að spá í að skella mér í eldhúsinnréttinguna, þarf að taka hurðarnar í gegn í henni....
Er ekki frá því að það sé komin smá hreiðurgerð í mína enda búin að skrúbba baðherbergið hátt og lágt, allar flísar og á fjórum fótum að skrúbba gólfið. Svo er mín líka búin að þrífa ísskápinn og frystinn. Er í pásu núna og er að spá í að skella mér í eldhúsinnréttinguna, þarf að taka hurðarnar í gegn í henni....
sunnudagur, júní 19, 2005
Sunnudagsleti
Við Eiki skelltum okkur á 17. júní hátíðina í gær á Amager Strand. Vá hvað það var gott veður og nice. Heiða kom líka og lágum við eins og skötur á teppi að sóla okkur á meðan kallinn var að stússast í sölubásnum hjá íþróttafélaginu og skoppast í blaki.
Hittum fullt fullt af fallegu og frábæru fólki og var mikið spjallað og mikið étið að íslensku nammi og drukkið af malti.
Kallinn fór svo að skipuleggja eitthvað blakmót sem drógst heldur lengi og vorum við ekki farin af svæðinu fyrr en um 7 um kvöldið. Úff hvað mín var orðin þreytt.
Eftir stopp á Chili´s þar sem við tróðum í okkur bestu borgurum bæjarins fórum við heim þreytt, sólbrunnin og sæl eftir frábæran dag.
Í dag ætlum við ekki að gera neitt.
Við Eiki skelltum okkur á 17. júní hátíðina í gær á Amager Strand. Vá hvað það var gott veður og nice. Heiða kom líka og lágum við eins og skötur á teppi að sóla okkur á meðan kallinn var að stússast í sölubásnum hjá íþróttafélaginu og skoppast í blaki.
Hittum fullt fullt af fallegu og frábæru fólki og var mikið spjallað og mikið étið að íslensku nammi og drukkið af malti.
Kallinn fór svo að skipuleggja eitthvað blakmót sem drógst heldur lengi og vorum við ekki farin af svæðinu fyrr en um 7 um kvöldið. Úff hvað mín var orðin þreytt.
Eftir stopp á Chili´s þar sem við tróðum í okkur bestu borgurum bæjarins fórum við heim þreytt, sólbrunnin og sæl eftir frábæran dag.
Í dag ætlum við ekki að gera neitt.
föstudagur, júní 17, 2005
Hæ hó jibbí jei
Jú gleðilega Þjóðhátíð öll sömul. Var að furða mig á því að enginn væri inn á msn og spurði sjálfa mig hvort það þyrfti enginn að mæta í vinnu! En þið eruð víst löglega afsökuð. Maður er ekki alveg að fatta þetta svona hérna í útlöndunum. Við í Køben erum þó það heppin að fá 17. júní veðrið þar sem það rignir og rignir, skilst það sé fínt veður í Reykjavíkinni... puhh.
Stefnan er tekin á flatkökur með hangikjöti, kleinur og annað íslenskt góðgæti á Café Jónasi seinni partinn í dag en svo verður aðal þjóðhátíðin hjá okkur á morgun með húllum hæ á FemØren á Amager Strand. Lítur út fyrir 25 stiga hita og sól. Vonum að það standist og verði ekki eins og í fyrra, rigning og þrumuveður fyrri partinn og eina fólkið sem mætti var fólkið í sölutjöldunum.
Vorum að fá myndavélina í hús og verður hún tekin í notkun strax á morgun. Set inn eina bumbumynd við fyrsta tækifæri. Er enn að gráta það að hafa glatað myndunum af mér með slöngum og tarantulu í fanginu. En þið verðið bara að trúa mér:)
Jú gleðilega Þjóðhátíð öll sömul. Var að furða mig á því að enginn væri inn á msn og spurði sjálfa mig hvort það þyrfti enginn að mæta í vinnu! En þið eruð víst löglega afsökuð. Maður er ekki alveg að fatta þetta svona hérna í útlöndunum. Við í Køben erum þó það heppin að fá 17. júní veðrið þar sem það rignir og rignir, skilst það sé fínt veður í Reykjavíkinni... puhh.
Stefnan er tekin á flatkökur með hangikjöti, kleinur og annað íslenskt góðgæti á Café Jónasi seinni partinn í dag en svo verður aðal þjóðhátíðin hjá okkur á morgun með húllum hæ á FemØren á Amager Strand. Lítur út fyrir 25 stiga hita og sól. Vonum að það standist og verði ekki eins og í fyrra, rigning og þrumuveður fyrri partinn og eina fólkið sem mætti var fólkið í sölutjöldunum.
Vorum að fá myndavélina í hús og verður hún tekin í notkun strax á morgun. Set inn eina bumbumynd við fyrsta tækifæri. Er enn að gráta það að hafa glatað myndunum af mér með slöngum og tarantulu í fanginu. En þið verðið bara að trúa mér:)
sunnudagur, júní 12, 2005
Sól og sumar
Við Eiki erum ekki alveg að átta okkur á því að það sé komið sumar, erum meira í vorfíling.
Annars er það að frétta að ég var að skríða upp úr bólinu, núna klukkan hálf tólf, sem bara gerist ekki. Vigdís Tryggvadóttir sefur ekki lengur en til hálf ellefu... sama hversu seint að sofa hún fer. En í morgun sló ég met. Það hefur kannski eitthvað að segja að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða 3 í nótt og er komin rúma 8 mánuði á leið. Eiki sefur reyndar enn en hann getur sofið heilu sólarhringana ef út í það er farið.
Ja hérna þetta var nú meiri fréttin... hef ég virkilega ekkert meira að segja...
Nei hugsa bara ekki. Við erum bara að dúlla okkur þessa dagana. Kaupa inn það sem vantar áður en að erfinginn kemur og hitta vini og kunningja. Og jú svo erum við búin að fara soldið og fá okkur Parad-is... mmmm... var ég búin að segja ykkur að það væri besti ís í heimi?
Við Eiki erum ekki alveg að átta okkur á því að það sé komið sumar, erum meira í vorfíling.
Annars er það að frétta að ég var að skríða upp úr bólinu, núna klukkan hálf tólf, sem bara gerist ekki. Vigdís Tryggvadóttir sefur ekki lengur en til hálf ellefu... sama hversu seint að sofa hún fer. En í morgun sló ég met. Það hefur kannski eitthvað að segja að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan að verða 3 í nótt og er komin rúma 8 mánuði á leið. Eiki sefur reyndar enn en hann getur sofið heilu sólarhringana ef út í það er farið.
Ja hérna þetta var nú meiri fréttin... hef ég virkilega ekkert meira að segja...
Nei hugsa bara ekki. Við erum bara að dúlla okkur þessa dagana. Kaupa inn það sem vantar áður en að erfinginn kemur og hitta vini og kunningja. Og jú svo erum við búin að fara soldið og fá okkur Parad-is... mmmm... var ég búin að segja ykkur að það væri besti ís í heimi?
fimmtudagur, júní 09, 2005
miðvikudagur, júní 08, 2005
Komin til lífs
Jæja þá er þessi próftörn lokið. Úff. Held hreinlega að ég hafi aldrei lært eins mikið og síðustu vikur. Ekki þannig að ég hafi þá brillerað í prófunum.. vildi að ég gæti sagt það, heldur vegna þess að allt var svo lengi að sígjast inn. Er hægt að kenna óléttunni um?
Annars þá fórum við Eiki beint eftir prófið mitt í gær á Parad-is... sem by the way er besti ís í heimi, og fengum okkur 3 STÓRAR kúlur....mmmmm. Svo var Parad-is það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði í morgun... mmm... Er hægt að kenna óléttunni um það líka?
Jæja þá er þessi próftörn lokið. Úff. Held hreinlega að ég hafi aldrei lært eins mikið og síðustu vikur. Ekki þannig að ég hafi þá brillerað í prófunum.. vildi að ég gæti sagt það, heldur vegna þess að allt var svo lengi að sígjast inn. Er hægt að kenna óléttunni um?
Annars þá fórum við Eiki beint eftir prófið mitt í gær á Parad-is... sem by the way er besti ís í heimi, og fengum okkur 3 STÓRAR kúlur....mmmmm. Svo var Parad-is það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði í morgun... mmm... Er hægt að kenna óléttunni um það líka?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)