Vor
Það er komið vor í Kaupmannahöfn. Yndislegt. Þegar ég fór út í gær var nett rigning og sterkur gróðurilmur í loftinu. Týpískt vor.
Mér finnst þetta besti tími ársins ásamt hausti. Held það sé út af hitastiginu. Leiðist of heitt eða of kalt. Búið að vera á bilinu 10-15 gráður síðustu 2 vikur sem er svo passlegt.
Það er fátt eins dásamlegt og þegar það fer að grænka á vorin og þegar fallegu haustlitirnir brjótast fram.
Gleði gleði gleði
... held ég fari núna heim að sofa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli