þriðjudagur, apríl 26, 2005

Er du træt?

Held að ég sé að komast á eitthvað þreytu tímabil núna. Var búin að heyra þetta með að óléttar konur væru svo oft þreyttar eftir langan dag en ekki eitthvað sem ég hef fundið fyrir.
En í gær þá steinsofnaði ég í yoga og vakti sjálfa mig með mínum eigin hrotum, sofnaði fyrir framan sjónvarpið (sem ég geri aldrei) rúmlega níu í gærkvöldi og svaf eins og steinn (fyrir utan 3 pissuferðir) í rúma 9 tíma í nótt.
Og svo núna held ég varla haus.
Ég sem er að gera mér vonir til að horfa á C.S.I sem byrjar klukkan 10 í kvöld.

Engin ummæli: