föstudagur, apríl 01, 2005

Ísland-Danmark

Jæja þá er maður mættur aftur í baunalandið eftir yndislega dvöl á fróni. Óhætt að segja að þetta verður eftirminnileg ferð.
Enn og aftur náði ég engann veginn að gera allt sem ég hafði ætlað mér og hitta alla sem ég vildi en nenni ekki að afsaka mig.

Jæja hversdagsleikinn tekinn við hjá okkur Eika. Skóli og vinna. Ætlum þó að halda svona mini brúðkaupspartý um helgina fyrir vinina hérna í DK sem er reyndar orðið 30 manna partý og verður þar af leiðandi ekkert svo lítið.

Er að rembast í vinnunni en er búin að vera með svo mikinn hausverk eða eiginlega nett mígreni síðan í gærkvöldi og náði varla að sofa neitt í nótt vegna þess... var mjög nálægt því að fara heim en harkaði af mér en er samt að láta mig dreyma um að komast heim eftir rúman hálftíma eða þegar Tanja vaknar... það hlýtur að vera í lagi....

Litla krílið spriklar endalaust mikið sem er bara gaman. Vona samt að það líkist pabba sínum frekar og sé bara svona orkumikið heldur en mér. Pabbi minn vill nefnilega meina að ég hafi klárað alla orkuna í móðurkviði og ekki síst í fæðingunni og sé búin að vera orkulaus síðan. Það er hundleiðinlegt að vera svona orkulítil og stundum vildi ég óska að Eiki gæti smitað mig af þessarri þrotlausu orku sinni

Í kvöld er það svo Keane og Rufus Wainwright (ef heilsan leyfir) og á morgun fest... så de´ fest!

Engin ummæli: