sunnudagur, apríl 24, 2005

Mömmó

Var með matarboð fyrir stelpurnar í gær í tilefni ammmælis (Gunna, Harpa, Friðsemd, Elín og Tati). Engin okkar var að drekka og allt voða rólegt. Við vorum líka með tvo litla stubba, Grímur Steinn hennar Gunnu og Benjamín hennar Hörpu, sem stálu alla athygli.

Svo er Grímur litli lasinn í dag. Hundleiðinlegt að koma til útlanda og vera svo bara lasinn. Þannig ég er að æfa mig og er ein heima með stubb. Eiki er farinn á kóræfingu og Gunna og Villi skelltu sér í dýragarðinn. Hingað til gengur mjög vel enda er hann búinn að sofa eiginlega allan tímann... sjáum til á eftir þegar hann vaknar:)

Engin ummæli: