miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ammmæli og Afríka

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar í gær. Sætt af ykkur öllum að muna, þar sem afmælisdagar eru bara til að gleyma.
Dagurinn var ljúfur. Við Eiki vorum bara að dúllast niðri í bæ og borðuðum úti allan daginn. Heiða slóst í för með okkur um kvöldmat.

Við vorum ekki síður að kveðja hana Heiðu skvísu þar sem hún er að fara í mánaðar ferðalag til suðurhluta Afríku í dag. Ótrúlega spennandi ferð. Hún flýgur fyrst til Johannesburg og þaðan til Victoria Falls í Zimbabwe. Þá liggur leið hennar í gegnum Botswana og Namibiu og þaðan niður Suður-Afríku. Hlakka til að sjá myndashowið úr þessarri ferð! Það verður vonandi hægt að fylgjast með ferðum hennar hér. Góða ferð ástin... knús

Engin ummæli: