miðvikudagur, apríl 06, 2005

Helgin og plús

Helgin var frábær í alla staði.
Tónleikarnir voru miklu betri en ég þorði að vona. Átti einhvern veginn von á því að Keane væru ekkert svo góðir á tónleikum en svo var alls ekki. Voru fullir af orku og hressleika og stemmningin í salnum var í hámarki. Rufus Wainwright var að hita upp fyrir þá og var þetta í fyrsta skipti sem ég heyrði í honum af ráði og var ég meira en hrifin... markmið að komast yfir eintak af disk með þessum manni.

Svo á laugardaginn vorum við með svona mini brúðkaupsveislu á Solbakken og virtist fólk skemmta sér vel... alla vega fóru síðustu gestir fyrst klukkan 5 og einn/ein náði að drepast eins og gengur og gerist í góðum partýjum... En djö var erfitt að hrista sig framúr um morguninn til að þrífa salinn sem við vorum með.

Svo var hittingur á Hovedbanen klukkan 14.00 og skellt sér á Bakken til að kíkja á Hlyn í safaríbúningnum í vinnunni. Ekki hægt að segja annað en að drengurinn hafi staðið sig vel en hálf sorglegt tæki sem hann er að vinna í.

Gummi, Valur og Hlynur komu svo í heimsókn um kvöldið og fóru ekki fyrr en langt genginn í 2 og sváfum við Eiki illa út daginn eftir enda algjörlega búin eftir viðburðaríka helgi.

Er í vinnunni núna og get ekki beðið eftir að klára þessa vaktasyrpu enda þá er ég hætt og komin í barneignarorlof! Reyndar er smá þrýstingur af yfirmönnum mínum að vinna soldið fram í maí en o my god hvað ég er ekki að meika það... enda ekki eins og um sé að ræða venjulegan vinnutíma... skilja þær ekki að það sé kannski ekki svo gott að vinna 20 tíma vaktir og vera með bumbuna út í loftið... nei ég verð að vera hörð enda ekki mitt vandamál að þær séu ekki búnar að hugsa út í að ráða aðra manneskju inn...

Engin ummæli: