fimmtudagur, apríl 21, 2005

Síðustu tímarnir

Jæja kvaddi Heiðu í gær. Við borðuðum hádegismat saman. Var kominn fiðringur í hana og svo þegar hún var að gera sig klára til að fara heyrðum við í útvarpinu að maður smitaður af Marburg-vírus (svipar til Ebóla-vírus), sem er búinn að drepa marga í Angóla, hafi "sloppið" inn í Suður-Afríku. Skemmtilegar fréttir svona rétt áður en maður leggur í hann:)
Á eftir að sakna hennar þó svo hún eigi bara eftir að vera í mánuð.

Jæja þá eru aðeins um 5 tímar eftir af vinnunni og VÁ hvað ég hlakka til að vera búin. Ekki af því að mér finnst svo leiðinlegt í vinnunni heldur finn að ég get bara ekki meir, líkamlega. Verður ljúft að fara í barneignarleyfi í HEILT ár og ekki nóg með það heldur líka á launum! Segið svo að það sé ekki gott að vinna fyrir NovoNordisk. Ég er líka búin að ákveða að ég ætla að enda með stæl og ætla að taka leigara á kostnað fyrirtækisins alla leið að Solbakken 14, og hafa hreina samvisku yfir því.
Lotte sem er að vinna með mér núna var svo sæt að hún kom með ís þar sem þetta væri síðasta vaktin mín og ekki hvaða ís sem er heldur Paradis-ís sem er uppáhalds ísinn minn enda bestur í heimi.
Þannig að hérna sit ég inn í svínahúsi með tærnar upp í loftið og japla á lakkrís-ís á meðan þessi orð eru rituð... mmmm... ljúft að vinna hjá Novo...

Engin ummæli: