þriðjudagur, apríl 26, 2005

Flashback

Tinna vinkona mín var að setja þetta inn á síðuna hjá sér og ég varð bara að gera það líka.

Við fimmtán ára Helluskvísur á leið á Skímóball sem þá var óþekkt lítil hljómsveit frá Selfossi. Þess má geta að við erum allar í eins pilsum (nema Heiðbjört sýnist mér), bara sitt hvor liturinn. Þetta eru svona pils úr sundbolaefni sem var voða mikið í tísku (alla vega á Hellu) og okkur fannst við megagellur!


Íris, Heiðbjört, Binna, Lilja, Vigdís og Tinna

...sem við náttúrulega vorum...

Engin ummæli: