miðvikudagur, janúar 05, 2005

Upp frá dauðum

Er búin að endurheimta kallinn upp frá dauðum... eða upp frá lokaverkefninu. Reyndar er hann að verja verkefnið eftir viku og þarf að undirbúa það en ég fæ þó að sjá hann aðeins inn á milli. Verður ljúft þegar hann er búinn og við getum notið þess að vera í fríi saman það sem eftir er af janúar.
Annars er ég búin að gera lítið annað en ekki neitt.

Engin ummæli: