Góð byrjun
Lærði svo margt nýtt í dag í skólanum í dag. Alltaf gaman að koma heim og finnast maður aðeins klárari en deginum áður.
Meðal annars lærði ég að aldursgreina hesta. Mér þótti það nokkuð merkilegt. Þetta eru reyndar ekki nein hrein vísindi og getur manni skeikað um 1-2 ár... en ef maður er glöggur ætti þetta að vera nokkuð rétt. Reyndar fara málin að flækjast allverulega þegar maður er með hest sem er eldri en 14 ára... þá er hann bara gamall. Þetta gekk bara nokkuð vel hjá mér og mínum hóp og skeikaði okkur bara um eitt ár á einum af þremur hestunum sem við kíktum á.
Annars þá erum við 3 í hóp að vinna saman og líst mér bara nokkuð vel á þær sem ég lenti með. Virðast vera voða nice sem er mikilvægt þegar maður er að vinna svona mikið með þeim.
Svo æfðum við okkur á að skoða einkenni hvers hest fyrir sig og skrifa niður. Þetta er mjög mikilvægt til að greina á milli hesta og til að vera 100% viss um að maður sé að vinna með rétta hestinn ef það er mögleiki á ruglingi.
Við kíktum líka á TPR (temperatur, puls og respiration) og fleirri almenna hluti. Maður verður víst að æfa og æfa að greina almenna líðan hjá dýrunum, því ekki geta þau sagt manni hvernig þau hafa það. Þetta hljómar ekki mjög flókið kannski en getur verið alveg ótrúlega erfitt, og tala ekki um ótrúlega mikilvægt að kunna að lesa "body language-ið".
En annars ætla ég að hella mér í lesturinn fyrir morgundaginn. ciao.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli