Last week
Útskriftin hans Eika var á föstudeginum klukkan 9.30 (já ég veit ... alveg fáránlegur tími). Tengdó komu í heimsókn í tilefni útskriftar og voru í 6 daga hjá okkur. Annars dúlluðum við okkur í búðum og kaffihúsum og höfðum það huggulegt á Solbakken. Kisa var voða dugleg að leika við og hrekkja gestina enda dauðþreytt eftir vikuna og er búin (án gríns) að sofa í allan dag.
Við Eiki byrjum ekki í skólanum fyrr en á mánudaginn aftur og ætlum því að nota restina af vikunni til að heimsækja vinina sem við erum búin að "vanrækja" síðustu mánuði og slaka á fyrir átök næstu annar. Verður eflaust ekki átakalaust fyrir okkur þar sem Eiki er að byrja í nýjum skóla og ég verð í fullt af verklegum æfingum með bumbuna út í loftið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli