miðvikudagur, janúar 12, 2005

Á morgun

Eiki er að verja lokaverkefnið sitt í tæknifræðinni í fyrramálið. Ji hvað ég hlakka til og vona að allt gangi vel þar sem ég veit að hann er búinn að leggja ótrúlega mikla vinnu í þetta.
Annars er ég að vofast um hérna í vinnunni. Er frekar erfið vakt þar sem ég er að vinna með nýrri stelpu og gengur illa með einn af grísunum okkar. Sem sagt extra álag. Finn vel að ég er í engu líkamlegu ástandi til þess að standa 20 tíma vakt án þess að eitthvað gefi sig enda er ég að farast í bakinu.
En ætla að vera extra hress í fyrramálið og fara beint upp í skólann hans Eika og skála með honum og hópfélögum hans.
Ciao

Engin ummæli: