sunnudagur, janúar 09, 2005

lol

Vaknaði í nótt í við sjálfa mig í hláturskrampa. Mig var að dreyma einhverja þvælu þar sem Fífuhvammsgengið kom við sögu sem varð til þess að ég rifnaði úr hlátri. Vakti bæði Eika og kisu og þegar ég komst til meðvitunar, í hláturkrampa, voru þau bæði að stimra yfir mér. Held að Eiki hafi jafnvel haldið að ég hafi verið að gráta þar sem það er oft ekki skörp skil á milli hláturs og gráturs hjá mér. Svo ætlaði ég aldrei að hætta að hlæja. Fór meira að segja á fætur og á klósettið og allt en þurfti að stiðja mig við veggi því ég átti erfitt með gang vegna hláturs. Kom til baka og hló enn. Eika fannst þetta ekki eins fyndið og mér. Var kannski erfitt fyrir hann að sofna aftur með mig hlæjandi og hristandi rúmið.

Engin ummæli: