miðvikudagur, janúar 19, 2005

5+1=6

Haldiði ekki að við Eiki séum búin að vera saman í 5 ár núna í dag 19. janúar. Svo áttum við jú 1 ár til góða frá því við vorum 17 ára og því eigum við á milli okkar hvorki meira né minna en 6 ár. Við ætlum að fagna því með því að fá tengdó í heimsókn og vonandi fáum við eitthvað gott að borða í kvöld.
Jújú svona er maður að verða gamall:) enda svo sem fínt þar sem erfinginn er á leiðinni. Ég er alltaf að gildna (aftur) en á jákvæðan hátt í þetta skiptið og hlakka til að verða stærri... þannig að ég lít út fyrir að vera ólétt, ekki bara með stóra bumbu.
Þolinmæði Vigdís... þolinmæði

Engin ummæli: