Stundum...
.. verð ég svo andlaus þegar það kemur að því að blogga. Ekki af því að það sé ekkert að gerast heldur vegna þess að ég veit ekki hvað ég á að skrifa.
Annars þá voru mamma, pabbi og Arna að fara í loftið. Þau eru búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudaginn. Búið að vera voða nice. Óhætt að segja að kisa skvísa hafi brætt hjörtu þeirra allra. Veit ekki hversu oft pabbi sagði hvað hún væri ógeðslega falleg, mamma gat ekki annað en knúsað hana inn á milli þrátt fyrir bullandi ofnæmi og Arna lék við hana allan daginn.
En í dag ætla ég að læra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli