Allir frískir
Sóldís fór á leikskólann í gær, reyndar öll flekkótt og með einstaka sárskorpur. En vá hvað ég er fegin að þetta sé búið. Tímasetningin var líka svo frábær að við Eiki misstum ekki úr skóla né vinnu, létum bara tengdó um þetta :o)
Kisa er öll að koma til og ef við vissum ekki betur mætti halda að hún væri að byrja að breyma. Kötturinn er svo hryllilega kelinn þessa dagana, nánast límd við okkur.
Aðeins farið að róast hérna í Køben. Ólætin náðu alla leið í götuna okkar, þar sem það var kveikt í einum bíl hérna fyrir utan. Annar eigandinn var íslensk stelpa. En þetta er 100% tjón fyrir þau! Ef maður er ekki í kaskó þá fær maður ekki neitt. Og svo var þeim bara tilkynnt að þau ættu að láta fjarlægja hann, á sinn kostnað líka! Glatað. Held að ástæða ólætanna hér, sé vegna þess að fangelsið sem við erum með nánast í garðinum okkar, er proppað af mótmælendum og svo er búið að vera mótmælendur fyrir utan fangelsið að mótmæla að það séu mótmælendur fangelsaðir. Úff. En vonandi fer þessu nú öllu að linna, þó grunar mig að það verði eitthvað meira vesen.
Við Sóldís erum svo að koma til Íslands. Komum 16. mars. Arna litla systir er nefnilega að fara til Japans sem skiptinemi í ár, þann 20. mars og við ætlum að knúsa hana aðeins áður en hún fer. Við verðum í ca. 5 daga og verðum meira og minna í Fífó. Endilega kíkið við. Og þið sem viljið getið þá smellt einum á Örnu líka :o)
Annars þá er vitlaust að gera í skólanum. Er núna í Kirurgi (skurðlækningum). Er reyndar bara búin að vera í geldingum í þessarri viku en fer svo í meira spennandi í næstu (t.d. fjarlægja æxli, enterotomi, gastrotomi... og meira spennandi).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vei þá höfum við kannski góðann tíma saman í þetta skiptið...ég er nefnilega laus þegar allir eru að vinna. Við höfum varla hisst almennilega síðan ég kom út jólin 2004.
Við ætlum sko að koma og knúsa ykkur :-) verðum einmitt í bænum þessa helgi í afmælisstússi og fleira:-) heyrumst þegar þið lendið!
kv. Ástrós
Tinna getum við ekki farið í Húsdýragarðinn eða eitthvað álíka á meðan allir eru í vinnunni?
jújújú líst hrikalega vel á það.
Skrifa ummæli