þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Spítaladvöl

Haldiði ekki að sú litla hafi ekki verið veik í gær. Svaf allan daginn og vildi ekkert drekka. Grét svo öðru hvoru upp úr svefni og vildi alls ekki liggja niðri. Við Eiki vorum með hana á öxlinni allan daginn og héldum að hún væri með í maganum. Svo seinni partinn var hún komin með hita. Við hringdum í læknavaktina og læknirinn sem kom sendi okkur upp á Hvidovre Hospital vegna þess hvað hún væri lítil. Sagði samt að það væri ekkert alvarlegt á ferðinni.
Þegar þangað var komið var hún aðeins farin að hressast en þeir vildu halda okkur í nokkra tíma og sjá hvernig hitinn þróaðist hjá henni. Um 22 var hún svo mæld aftur og var með nokkrar kommur. Þannig það var ákveðið að við myndum gista yfir nóttina. Eiki var líka þar sem ég var sjálf farin að slappast all verulega. Sú litla svaf vel yfir nóttina og um morguninn var hún orðin hitalaus, sem betur fer, og við send heim. En um nóttina var ég komin með hita og er búin að vera veik í allan dag.
Við mæðgur náðum okkur sem sagt í einhverja flensu

Engin ummæli: