fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Vísitölufjölskyldan

Hann Hlynur vinur okkar tók þessa mynd af okkur síðasta föstudag og setti á síðuna sína og skírði hana Vísitölufjölskyldan. Mér fannst þetta fyndið og varð að deila þessu með ykkur
visitolufjolskyldan

Annars er allt gott að frétta af Solbakken. Það er komið sumar aftur í Köben og sólin farin að sýna sig. Reyndar er Eiki eitthvað slappur og sefur enn ásamt litlu skvís. Vona að ferðin á Parken á Danmark-England + bjór sé það sem er að plaga hann en ekki það að hann sé að fá þessa pest sem við vorum með í síðustu viku.

Engin ummæli: