laugardagur, ágúst 27, 2005

Hvað varð um sumarið?

Ji það er kominn 27. ágúst! Og sumarið að verða búið!
Eiki byrjar í skólanum aftur á mánudaginn og við Sóldís María verðum því einar heima virka daga. Það verður þvílík viðbrigði þar sem við erum orðnar svo vanar að hafa kallinn í kallfæri. Vorum einar heima einn dag í vikunni sem leið því að Eiki var í Malmö að hjálpa Elínu systir sinni að flytja. Eftir daginn skil ég ekki hvernig maður finnur tíma til að borða. Reyndar er Sóldís María svona Queen of Power Napping og sefur rosalega stutta dúra.

Annars erum við bara að reyna að njóta síðustu dagana sem Eiki er í fríi. Fórum niðri í bæ í gær á kaffihús. Ætluðum svo að rölta um bæinn en þá kom þessi úrhellis rigning og við flúðum inn á annað kaffihús. Hittum á Dóra og Friðsemd. Voða kósý

Engin ummæli: