sunnudagur, febrúar 13, 2005

Andvaka mær

Mér er svo illt í maganum að ég get ekki sofnað. Ég var í matarboði í gærkveldi og í kvöld og át svo mikið að ég er komin með þvílíkar magabólgur.

Stórfréttir vikunnar eru þær að við Eiki skelltum okkur í sónar á miðvikudaginn, þennan 19. vikna sónar eins og hann er kallaður. Magnað. Það leit út fyrir að vera að sóla sig, lá með báðar hendur upp fyrir haus. Annars var allt eins og það átti að vera, 10 fingur og 10 tær. Við erum bæði búin að vera með stórt bros síðan. Stoltir (verðandi) foreldrar hér á ferð.
Knús

Engin ummæli: