mánudagur, febrúar 28, 2005

And the winner is....

Million Dollar Baby var það gæskan. Djö er ég svekkt núna að hafa ekki náð að sjá hana fyrir kvöldið... eins og ég reyndi og reyndi í gær en tölvan var eitthvað að stríða.
Var annars sátt við útkomuna. Hefði viljað sjá Clive Owen eða Natalie Portman vinna því mér fannst þau frábær í Closer en Cate Blanchett stóð sig vel í The Aviator og mér skilst að Morgan Freeman hafi verið góður í Million Dollar Baby líka.

Annars var hátíðin bara fín. Ekki meira en það. Hafa verið betri og skemmtilegri. Ræðurnar voru svona lala. Engin sem stóð upp úr, nema brot og brot úr ræðum Hilary Swank, Jamie Foxx og Clint Eastwood.
Fannst reyndar ágæt tilraun hjá þeim að brjóta þetta upp og kynna nokkur verðlaunin í salnum með myndavélina á fólkinu sem er tilnefnt en varð frekar klaufalegt og leiðinlegt fyrir þessi 3-4 sem unnu að fá ekki að fara upp á sviðið... var ekki hægt að rétta þeim svo styttuna á sviðinu?
Fulltrúi okkar Íslendinga, Sigurjón Sighvatsson, sást vel í bakrunni þegar Jeremy Irons var að kynna, einmitt í miðjum salnum.

Mér hlakkað mest til að sjá Cris Rock og byrjaði hann mjög vel. En dalaði þegar leið á. Held líka að hann hafi ekki fengið eins mikinn tíma til að njóta sín eins og t.d. Billy Crystal hefur fengið síðustu ár. Var soldið svekkt yfir því. En hann var mjög beittur þessar fáu mínútur sem hann fékk og var ég mjög sátt við það.
Svo ég tali um kjólana og útlitið. Þá stóð Natalie Portman algjörlega upp úr. Hún er ótrúleg.
Meira vil ég ekki segja um það.

Engin ummæli: