Oscarsfiðringur
Jæja aðeins tæpir 2 tímar í Óskarinn.
Síðan ég var 11 ára hef ég alltaf horft á Óskarinn fyrir utan þetta eina ár sem hann var ekki sýndur. Í byrjun voru miklar samningsviðræður við móður mína þar sem ég átti yfirleitt að mæta í skólann daginn eftir en náðum samkomulagi með því að ég færi að sofa um kvöldmat og vakna rétt fyrir Óskarinn.
Eina er að ég horfi yfirleitt á hann ein. Það nennir enginn að horfa á hann með mér. Þessi örfáu skipti sem ég hef náð að plata einhvern sofnar viðkomandi aðili alltaf innan við fyrsta klukkutímann og því lige meget.
Jæja ætla að horfa á rauða dregilinn og hlakka til... hlakka einna mest til að sjá Cris Rock í hlutverki hostins.
Nóttin er ung... god nat
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli