sunnudagur, febrúar 20, 2005

unchain my heart

Við Heiða skelltum okkur á Ray í gær og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Mæli samt með að viðkvæmar sálir fari ekki með maskara að sjá hana (eins og ég gerði). Ekki bara af því að hún sé soldið sorgleg heldur líka rosa sæt mynd. Ég skil líka núna af hverju allir eru að tapa sér yfir frammistöðu Jamie Foxx í þessarri mynd. Djö var hann góður og ég sver það á tímabili sá maður ekki mun á honum og Ray Charles. Þó svo ég sé ekki búin að sjá frammistöðu hinna leikarana þá set ég mína peninga á hann fyrir Óskarinn. Það verður maraþon hjá mér í vikunni að sjá allar þær helstu myndir sem koma að Óskarnum í ár fyrir næsta sunnudag.... byrjar núna!

Engin ummæli: