fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Að Sletta

Núna eru 2 vikur síðan ég kláraði skólann (í bili) og þ.a.l. 1/3 af þeim tíma sem ég reikna með að hafa, áður en við verðum kjarnafjölskylda. En ég er aðeins búin að gera 1/10 af því sem ég ætlaði að gera á þessum tíma. Verð eitthvað að herða mig.

Mér hefur oft verið bent á það af fólkinu í kring að ég sletti alveg hrikalega. Mamma mín hefur nú verið duglegust við það og var hún farin að jesúsa sig, ekki löngu eftir að við fluttum út, vegna þessa.
Mitt tungumál er einhver blanda af íslensku með nettum ensku og dönsku slettum og smá fagmáli ef ég er að segja frá skólanum. Mér finnst þetta ekkert stórmál, á meðan ég er hér, en það er ekkert hallærislegra en að sletta dönsku þegar ég er heima á Íslandi. Ég á þetta til og biðst afsökunar á því fyrirfram.

2 ummæli:

Tinna sagði...

Þú mátt alveg sletta dönsku á mig þegar þú ert heima á íslandi;)

Dóri sagði...

Þeir sletta skyrinu sem eiga það...

Þetta er allt í þessu fína elskan, ég er alltaf að sletta á Btonga, og það er bara skemmtilegt fyrir alla, það er alveg það sama með dönskuna, bara skemmtilegt fyrir alla.