sunnudagur, nóvember 30, 2008

28 ára

Kallinn kominn í fullorðinna manna tölu. Heil 28 ár.
Ég er búin að vera eins og lítill krakki í 2-3 mánuði af spenningi, þar sem í september datt mér í hug afmælisgjöf sem ég vissi að gæti ekki klikkað.
Loksins gat ég gefið honum hana og hann varð ekki fyrir vonbrigðum. Gjöfin var ný Canon 450D myndavél... og nú er Eiki búinn að vera eins og lítill krakki í dag.
Og við hin með ofbirtu í augum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kallinn svo fáum við hin að njóta myndanna á barnalandi. Og ekki leiðinlegt að eiga nýja og flotta vél til að taka myndir af því þegar nýjasti einstaklingurinn mætir í heiminn!

kv. Gunna

Dóri sagði...

Kysstu hann og knúsaðu frá mér, ég sendi honum reykmerki héðan frá Afríku og lét þá spila á drumburnar í tvo sólahringa í tilefni dagsins.

Salani, Dóri.

Nafnlaus sagði...

Til hamningju með karlinn.

kv. Heiðbjört