I know I know
Ég er á lífi.
Bara búið að vera brjálað að gera hjá mér í október... og skrýtið hvernig það er að eftir því sem líður lengra frá því að maður bloggar því minni löngun hefur maður til að blogga... kannast einhver við þetta?
Fór í próf í lok síðustu viku og gekk bæði vel og illa... Þetta er tvískipt próf og fyrri hlutinn var mun betri en seinni. Kemur í ljós um mánaðarmótin.
Er núna komin í barneignarorlof. Tæpar 5 vikur í settan dag og mín er bara að skipuleggja og undirbúa jólin.
En það sem fékk mig til að skrifa blogg er að ég rakst á þetta á YouTube. Man svo hrikalega vel eftir þessum þáttum, og varð meira að segja svo heilluð að ég sendi bréf til Stöðvar 2 og bað þau um að sýna þættina aftur, fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það.
Hann er töffari. Ég ætlaði að giftast honum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
vááá! Flashback dauðans,Shaka Zulu var maðurinn.
Ég fór á safn um daginn og þá var heil deild tileinkuð Shaka Zulu og þjóðflokki hans. Þessi brjálæði höfðingi leit vel út í sjónvarpinu í gamla daga, en djö... var hann klikkaður.
Skrifa ummæli