Snjókorn falla
Fyrsti snjórinn fallinn í Köben þennan veturinn. Það var líka verulega kalt í dag og spáir enn kaldara á morgun. Reyndar náði þessi snjór ekkert að þekja jörðina hvíta, en var samt voða huggulegur.. soldið jóla.
Fór í leiðangur í dag. Nokkur markmið, en náði fæstum... kom heim 4 tímum seinna, alveg dauðuppgefin. Vonandi gengur betur eftir helgi... annars verð ég að þessu fram í febrúar.
Var að klæða Sóldísi í útigallann í leikskólanum í dag... þá kom einn leikskólakennarinn hennar og spurði hvort hún ætti að hjálpa mér! Ég verð s.s. orðin góð eftir 4 vikur!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ !
Vildi bara senda smá knús gegnum netið. Til hamingju með prófið um daginn og allt það. Farðu nú vel með þig sæta :)
Kveðja Fyrrv. frú 47
Skrifa ummæli