fimmtudagur, október 09, 2008

Svefnlausar nætur

Aðvörun: Væl!

Þegar maður er óléttur má maður alveg búast við svefnlausum nóttum undir það síðasta. Maður þarf að pissa 50 sinnum og erfiðara að snúa sér á hina hliðina o.s.fr.

En nei! Ég þarf að fá bursitis (liðpokabólgur?? veit ekki alveg hvað þetta heitir á íslensku) í báðar axlirnar. Þetta byrjaði fyrir ca. 6 vikum í annarri og núna komið í báðar.
Ég veit ekki hvort þið vitið hvað þetta er en það er ÓGEÐSLEGA vont að hreyfa sig á næturnar, alveg þannig að oftar en ekki koma tár. Það er vont að klæða sig í jakka. Það er vont að fara með hendur í vasa. Það er vont að teygja sig í klósettpappírinn. Það er vont að fara á hjólið. Það er vont að klóra sér í hausnum....benda...bora í nefið...lyfta glasi...
Já það er eiginlega bara vont að gera allt sem krefst þessa að ég lyfti olnbogum meira en 45 gráðum frá kroppi.

Það er víst voðalega lítið sem hægt er að gera við þessu á meðan maður er óléttur þar sem hefðbundnar leiðir eru ekki æskilegar, þ.e. sterasprautur og svoleiðis. Maður verður víst að fara óhefðbundnari leiðir. Ég ætla að byrja á intens nuddi og ætla að skoða það að fara í akupunktur.

Maður er ekki kallaður Vigga verkur fyrir ekki neitt!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já vá þetta er nú eitthvað sem að ég myndi ekki vilja fá, en endilega kíkja á kínverskar nálastungur líka, ég hef trölla trú á þeim.
Kv. Heiðbjört

Nafnlaus sagði...

Elsku kjúttid mitt
Tú ert bara svo óheppin, átt alla mína samúd. Hugsa til tin i nótt tegar ég er ad snúa mér :o)
knus
Harpa

Tinna sagði...

Þú átt alla mína samúð líka, vona bara að þú eigir snúningslak og stóran aukakodda...það hjálpar kannski örlítið.

Unknown sagði...

einhvern veginn gæti ég trúað að það sé eiginmaður þinn sem fann þetta uppnefni á þig!
En ojojoj elsku kellingin þú verður að láta nudda þetta úr þér, eða nálastungur!

kv. Gunna

Nafnlaus sagði...

ohh ekki gaman að fá þetta - vona að óhefðbundnar lækningar nái að fixa þetta!
KNúS frá Kanalandinu!

Vigdi­s sagði...

Nei það var nú reyndar stóra systir mín að mig minnir... eða pabbi... man það ekki. En þetta er eitthvað sem famelien hefur kallað mig í mörg ár :o)
Takk takk fyrir kveðjurnar. Átti mun betri nótt í nótt. Var bara OFUR pirruð eftir síðustu nótt, svaf lítið sem ekki neitt og úr því var þetta blogg :o)

Nafnlaus sagði...

Æ Æ elskan, ekki gott, það er nú alveg nóg af svefnlausum nóttum framundan svo ekki bætist þetta nú við:-(

Gummi Jóh sagði...

Þetta hljómar vægast sagt illa Vigdís mín. Þá er bara að vona að eiginmaður þinn renni blóðið til skyldunnar og stjani við þig !