Draumar
Ótrúlegt hvað draumar geta haft mikil áhrif á mann yfir daginn.
Í morgun vaknaði ég hlæjandi. Mig dreymdi yndislegan draum og var svo hamingjusöm á því augnabliki sem ég vaknaði að það er búið að fylgja mér í allan dag. Ætla ekki að fara í neina detaila með drauminn, ef fólk á ekki að æla úr væmni.
En ég vaknaði hlæjandi og var með eitt stórt bros í morgun... og það hefur varla farið af mér síðan.
Hlakka til seinni partinn þegar Eiki kemur úr vinnunni og Sóldís úr Vuggestuen.
En þangað til bíður mín ritgerð.
sunnudagur, ágúst 26, 2007
Pollýanna, Berlin
Síðustu dagar höfum við Eiki verið dugleg í Pollýönnuleik.
Hann er stundum nauðsynlegur til að viðhalda jákvæðni. Og það virkar vel.
Við áttum nefnilega von á barni í byrjun mars en á mánudaginn síðasta kom í ljós að fóstrið hafði ekki þroskast eðlilega og látist fyrir skömmu. Ég var komin tæpar 12 vikur á leið. Þetta hafa verið erfiðir síðustu dagar en maður verður bara að líta á björtu hliðarnar og sem betur fer kom þetta í ljós núna en ekki seinna víst að svona átti að fara. Við vitum líka að við getum þetta og það vonandi gengur bara betur næst :o)
Við hjónin ákváðum að það væri kominn tími fyrir smá hygge tíma, tvö ein, og vorum að bóka flug og hótel í Berlin eftir 3 vikur. Heiða sæta ætlar að vera í mömmó þá helgi og passa Sóldísi og kisu fyrir okkur á meðan.
Ji hvað ég hlakka til.
Síðustu dagar höfum við Eiki verið dugleg í Pollýönnuleik.
Hann er stundum nauðsynlegur til að viðhalda jákvæðni. Og það virkar vel.
Við áttum nefnilega von á barni í byrjun mars en á mánudaginn síðasta kom í ljós að fóstrið hafði ekki þroskast eðlilega og látist fyrir skömmu. Ég var komin tæpar 12 vikur á leið. Þetta hafa verið erfiðir síðustu dagar en maður verður bara að líta á björtu hliðarnar og sem betur fer kom þetta í ljós núna en ekki seinna víst að svona átti að fara. Við vitum líka að við getum þetta og það vonandi gengur bara betur næst :o)
Við hjónin ákváðum að það væri kominn tími fyrir smá hygge tíma, tvö ein, og vorum að bóka flug og hótel í Berlin eftir 3 vikur. Heiða sæta ætlar að vera í mömmó þá helgi og passa Sóldísi og kisu fyrir okkur á meðan.
Ji hvað ég hlakka til.
föstudagur, ágúst 17, 2007
Audi
Erum búin að vera með bíl Lyngbyfjölskyldunnar í láni núna í 10 daga og þvílíkur draumur!
Erum búin að nýta hann í tætlur og fórum m.a. í útileigu á Jótland síðustu helgi með fríðu föruneyti.
Gistum í hjólhýsi með risa fortjaldi á frábæru tjaldsvæði. Þetta var rosa nice.
Nú styttist í að við þurfum að skila bílnum og fæ ég næstum tár í augun við tilhugsunina.
Erum búin að vera með bíl Lyngbyfjölskyldunnar í láni núna í 10 daga og þvílíkur draumur!
Erum búin að nýta hann í tætlur og fórum m.a. í útileigu á Jótland síðustu helgi með fríðu föruneyti.
Gistum í hjólhýsi með risa fortjaldi á frábæru tjaldsvæði. Þetta var rosa nice.
Nú styttist í að við þurfum að skila bílnum og fæ ég næstum tár í augun við tilhugsunina.
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
mánudagur, ágúst 06, 2007
sunnudagur, ágúst 05, 2007
Danskt sumar
Ahhh það er loksins komið sumar í dk.
Var að því tilefni farið á Paradis og keyptar 3 kúlur, jarðaberja, melónu og svo auðvitað Stracciatella, sem er náttúrulega nauðsynlegur þegar farið er á Paradis.
Röltum svo í gegnum Christianiu með Heiðu stóru systir. Mmmm dk líf.
Heimsóttum Heiðu í nýju íbúðina. Hún er ekkert smá fín og er án djóks 50 m frá aðalinngangi Christianiu. Fengum þennan fína brunch og röltum um hverfið. Vá hvað ég væri til í að búa á þessu svæði. Christianshavn er ekkert smá flott hverfi.
Héldum upp á afmælið hennar Sóldísar í gær. Var voða huggulegt. Skvísan fékk fullt af kjólum og bókum, enda alsæl með daginn.
Ahhh það er loksins komið sumar í dk.
Var að því tilefni farið á Paradis og keyptar 3 kúlur, jarðaberja, melónu og svo auðvitað Stracciatella, sem er náttúrulega nauðsynlegur þegar farið er á Paradis.
Röltum svo í gegnum Christianiu með Heiðu stóru systir. Mmmm dk líf.
Heimsóttum Heiðu í nýju íbúðina. Hún er ekkert smá fín og er án djóks 50 m frá aðalinngangi Christianiu. Fengum þennan fína brunch og röltum um hverfið. Vá hvað ég væri til í að búa á þessu svæði. Christianshavn er ekkert smá flott hverfi.
Héldum upp á afmælið hennar Sóldísar í gær. Var voða huggulegt. Skvísan fékk fullt af kjólum og bókum, enda alsæl með daginn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)